Þær eru margs konar, þúfurnar sem velta hlössum í lífinu

Nú í haust eru víst liðin slétt 40 ár frá því að ég kom til Vestfjarða og hér hef ég búið síðan ef frá er talið árið sem ég bjó í Tékklandi. Ég var að vinna á Edduhótelunu í Reykjaskóla sumarið 1970 þegar Menntaskólinn á Ísafirði var stofnaður og hótelstýran talaði mig inn á að kynna mér aðstæður vestra áður en ég ákvæði að fara í skóla á Akureyri eða í Reykjavík. Raunar hafði ég byrjað í MA haustið áður en hafði ekki efni á að kosta mig allan veturinn. Meiningin var að lesa utanskóla en til þess hafði ég þó ekki sjálfsaga.

            En hvers vegna lét ég sannfærast um að fara vestur – því sannarlega voru Vestfirðir framandi fyrir sveitakrakka af Norðurlandi. Jú það sem breytti lífi mínu var að Jón Baldvin Hannibalsson þéraði mig ekki þegar hann hringdi til að svara fyrirspurn minni um skólavist. Við MA var risið úr sætum fyrir kennurum – og þérað. Skólameistarinn á Ísafirði hlaut því að vera frábær Smile  ... sem hann vitaskuld var.

            Ég var á fjöllum þegar boð á afmælishátíðina barst með aðeins þriggja daga fyrirvara svo að ég missti af hátíðinni. En mér til ánægju sá ég á BB skemmtilega frásögn Jóns Baldvins af upphafi menntaskólans sem hafði svo afgerandi áhrif á líf mitt. http://bb.is/?PageID=26&NewsID=154541


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hátíðin fór vel fram, en það voru fleiri en þú sem misstu af henni, hugsanlega vegna þess hvað boðin bárust seint.

Dagný (IP-tala skráð) 12.10.2010 kl. 11:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband