Ílát eða efniviður?

Í síðasta pistli var ég að lýsa þeirri sannfæringu minni að röng viðhorf til mannlegs eðlis – vanmat á eðlislægri andlegri getu mannsins – hamli þeim framförum sem við ættum að ná í þroska einstaklingsins og framförum mannlegs samfélags. Vanmatið kemur m.a. fram í menntakerfinu sem hefur lengi einkennst af því að nemendur séu ílát fyrir þekkingu fremur en efniviður.

Ég er mjög sein að hugsa og sein að taka inn nýjar hugmyndir en á löngum tíma hefur þessi setning greypt sig inn í hugarheim minn og orðið mér viðmiðun til aukins skilnings:

Lítið á manninn sem námu fulla af ómetanlegum gimsteinum. Aðeins uppfræðsla getur fengið hana til að opinbera fjársjóði sína og gert mannkyni kleift að njóta góðs af þeim.

Nýlega skrifaði ungur maður ágætan pistil um þörfina fyrir breytt menntakerfi en út frá eigin reynslu finnst honum tíma nemenda sólundað http://www.visir.is/vid-thurfum-menntun-sem-hentar-21.-oldinni/article/2012704199983   Hann bendir á að nemendur þurfi að vera þátttakendur í lærdómsferlinu en ekki áhorfendur og segir að fróðleiksfýsn, sköpunarkrafti og jafnvel framkvæmdagleði sé misþyrmt í núverandi skólastarfi. Honum finnst að menntun eigi fyrst og fremst að stuðla að sterkri sjálfsmynd  en henni fylgi bestu eiginleikar mannsins, s.s. ábyrgðartilfinning, siðgæði, frumleiki, sjálfstæð hugsun, sköpun, heiðarleiki, hugsjónir, auðmýkt, sjálfstraust, gjafmildi, sjálfsþekking og eldmóður. Með þessum kostum sé þekking, leikni og hæfni ekki langt undan.

Í greininni vísar Ísak til hugmynda Ken Robinson http://www.ted.com/speakers/sir_ken_robinson.html en þeir sem á annað borð geta nýtt sér efni á ensku ættu fortakslaust að kynna sér óborganlega fyrirlestra hans.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband