Flugstjórnarklefi nútímanns

Það eru komin ansi mörg ár síðan ég sá sjónvarpsþátt með nokkurn veginn þessari yfirskrift. Ég er ekki sérstök áhugamanneskja um flug en þátturinn heillaði mig gjörsamlega og gaf mér nýja pólitíska sýn.

Þátturinn fjallaði um að frumkvöðlar flugsins, hetjur fortíðarinnar, væru að líkindum stórhættulegir í flóknum flugstjórnarklefum nútímanns. Eiginleikar gömlu frumkvöðlanna, einlyndi og kjarkur, að geta tekið áhættu þrátt fyrir viðvaranir og úrtöluraddir, vera skjótir til ákvarðana og taka þær einir, – allt voru þetta eiginleikar sem urðu til þess að maðurinn hóf sig til flugs. Núna er hins vegar í svo mörg horn að líta í flugstjórnarklefanum að það þarf athygli fleiri en eins. Að taka áhættu með farþegaþotu er ekki inni í myndinni. Frumskylda flugstjórans er að hlusta á allar aðvaranir. – Flug er sem sé samvinnuverkefni.

Eigi þetta við um flugstjórnarklefann, hvað þá með nútímaþjóðfélag? Ég fæ þess vegna alltaf pínulítið fyrir hjartað þegar ég heyri fólk kalla eftir alvöru forystu og á þá við hörkutól sem láta mannskapinn sitja og standa að vild. Nútíma verkstjórn byggist á að laða fram getu og hugmyndir allra og spinna band úr mörgum þráðum. Í heimi íþróttanna er löngu viðurkennt að liðsheild er annað og meira en summa stakra leikmanna.

Í þessu ljósi er ég hrifnari af samráði en einleik – alveg sérstaklega í stjórnmálum.



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband