Þróun lýðræðishugmynda

Ég ímynda mér að fyrsti vísir að síðari tíma lýðræði hafi sprottið af óánægju með slæma kónga – fólk hafi viljað góðan kóng. Alla vega hefur það verið sterkt í lýðræðishugsuninni að þetta snúist um réttinn til að velja ráðamenn. Lengst af hefur fólk ekki ætlað sér að stjórna sjálft, heldur viljað velja sér góða forystumenn sem síðan sæju um það verkefni að stjórna landinu (eða sveitarfélaginu).

Vegna sífelldra vonbrigða með útkomuna hefur komið upp sú skoðun að það sé sami rass undir öllum stjórnmálamönnum og undirliggjandi markmið þeirra sé að verma valdastólana. Þá hefur það orðið rökrétt afleiðing að fólk vilji einfaldlega taka málin í sínar hendur, ekki sé nóg að velja milli pakkatilboða stjórnmálaflokkanna á fjögurra ára fresti, við verðum sjálf að fá að kjósa beint um öll stærstu mál.

Í þessum hugmyndum felst vitaskuld að lýðræði snúist fyrst og fremst um val en ekki hvernig samræða eigi að vera til þess að hægt sé að vega og meta upplýsingar og ná ígrundaðri niðurstöðu.

Þegar við nú erum að endurmeta gildi og starfshætti þjóðfélagsins í heild held ég að það sé afar mikilvægt að skoða minnst þrennt:

o       Hvernig stöndum við að því að velja forystumenn?

o       Hvernig ferli notum við til að fá niðurstöðu í mikilvæg mál?

o       Hvernig getum við öll sem samfélag aukið og þroskað almenna þátttöku í samráði um þjóðfélagsmál?

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband