Félagar mínir í Langtbortistan
18.12.2010 | 09:58
Einstaka sinnum kemur fólk frá Langtbortistan inn í eldhús til manns. Í júní 1983 voru tíu konur hengdar í Íran öđrum til viđvörunar, fyrir ţćr sakir ađ kenna börnum sem rekin höfđu veriđ úr skóla af ţví ađ fjöslkyldur ţeirra voru baháíar. Mona, sú yngsta hefđi orđiđ átján ára um haustiđ en elsta konan var 54 ára. Einni stúlku úr hópnum hafđi veriđ sleppt, líkast til í ţeirri von ađ hún leiddi njósnara yfirvalda á sporiđ til fleiri baháía. Hún komst hins vegar fótgangandi úr landi í skjóli nćtur og fékk landvist í Kanada. Fáeinum árum síđar sat hún í eldhúsinu hjá mér, lék viđ börnin mín og sagđi mér og vinafólki mínu sögu sína.
Seinna, ţegar ég vann í Townshend skólanum í Tékklandi, hafđi ég yfirmanneskju frá Íran. Ramona sem var einn af eigendum skólans hafđi yfirumsjón međ heimavistinni. Móđir hennar sem kom nokkrum sinnum í heimsókn hafđi veriđ í fangelsi vegna trúarinnar um tíma en fađir hennar hafđi hins vegar setiđ í ţjóđarráđi baháía í Íran. Allir međlimir ţess voru handteknir og eftir ţađ spurđist ekkert til ţeirra. Ţrettán árum síđar fékkst stađfest ađ allir hefđu veriđ teknir af lífi.
Fyrir vikiđ er ţađ ekki jafn fjarlćgt ţegar ég heyri af harđrćđi félaga minna í Íran sem virđast engan endi ćtla ađ taka.
Eftir ađ tvö ţjóđarráđ höfđu veriđ líflátin varđ ađ samkomulagi viđ írönsk stjórnvöld ađ sett yrđi á fót sjö manna nefnd til ađ sjá um brýnsutu ţarfir baháí samfélagsins en stjórnkerfi ţessa ríflega 300 ţúsund manna samfélags yrđi lagt niđur. Fólkiđ sem var í ţeirri nefnd, sjö manns á aldrinum 37 til 77 ára, var svo handtekiđ og sett í Evin fangelsiđ fyrri hluta árs 2008. Réttarhöld yfir ţví hófust ţó ekki fyrr en í ár. Ţegar ákćrur voru loks birtar hljóđuđu ţćr m.a. upp á njósnir fyrir Ísrael, móđgun viđ trúarleg yfirvöld og ađ hafa útbreitt spillingu á jörđinni. Dauđadómur blasti viđ en vegna ţrýstings alţjóđasamfélagsins var látiđ nćgja ađ dćma fólkiđ til 20 ára fangavistar. Eftir áfrýjun var dómurinn mildađur í tíu ár.
Nokkuđ ţungur dómur samt fyrir uppdiktađar sakir ...
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:17 | Facebook
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.