Flokkapólitík eða fulltrúa að eigin vali?

Sjálfsagt finnst fólki ég hafa tekið stórt upp í mig að kalla nútímavinnubrögð í stjórnmálum stofnanavæddan klíkuskap. En það er í rauninni stórmerkilegt fyrirbæri sálarlífsins hvernig okkur tekst að viðurkenna meingallað fyrirkomulag sem sjáfsagt, aðeins ef það er almennt tíðkað. Og það er almennt tíðkað um allan hinn vestræna heim að strax eftir kosningar sé skipt í tvö lið: Liðið sem ræður og liðið sem ræður ekki. Það er meira að segja hlutverk forsetans að stýra klíkuskapnum, hver fái að byrja að velja í stóra liðið.

En það er auðvitað sanngjarnt að spurt sé: Er hægt að gera þetta öðruvísi? Sennilega ekki ef notast er við flokkapólitík en sé fólk kosið sem einstaklingar verður þessi skipting algjörlega marklaus.

Ég hef velt því fyrir mér hvort eða hvernig persónukjör og tilvist stjórnmálaflokka geti farið saman. Ég á kannski ekki von á að það falli allsstaðar í góðan jarðveg að leggja stjórnmálaflokkana niður á einu bretti Smile  Eðlileg millileið er líkast til að stjórnmálaflokkar geti áfram boðið fram en kjósandinn hafi rétt til að velja sér hvort heldur hann vill fólk af einum lista eða úr öllum flokkum, sem og óflokksbundna.

Yrði það flókið? Nei, ég held að nú þegar við höfum komist á bragðið með þá stórsnjöllu aðferð sem er notuð við að kjósa til stjórnlagaþings, ætti þetta ekkert að vefjast fyrir okkur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband