Lögbundinn stofnanavæddur klíkuskapur
21.11.2010 | 11:40
Vinnulag í stjórnmálum snýr bæði að fyrirkomulagi kosninga - og starfsháttum þings og ríkisstjórnar.
Ég á afar erfitt með að sætta mig við lögbundinn stofnanavæddan klíkuskap sem er óaðskiljanlegur flokkapólitík. Að það skuli álitið sjálfsagt að útiloka að miklu leyti upp undir helming löglega kjörinna fulltrúa frá þátttöku í vinnu þingsins, flokka þá sem óæðri þingmenn í minnihluta sem hafi nánast ekki annað hlutverk en að veita meirihlutanum aðhald - það hefur bæði praktísk og sálræn áhrif á störf þingsins og er náttúrlega ekkert annað en stofnanavæddur klíkuskapur. Auðvitað eiga allir kjörnir fulltrúar að sitja við sama borð.
Það er mikið talað um skýrari þrískiptingu valdsins. Ég sé það sem hluta af lausinni að draga úr beinum tengslum þingmanna við ríksisstjórn. En ég held að lausnin felist ekki síður í aðdraganda kosninga kosningamenningunni og alveg sérstaklega persónukjöri sem myndi draga úr neikvæðum áhrifum flokkadrátta.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.