Á landið að vera eitt kjördæmi?
14.11.2010 | 12:08
Það er nauðsynlegt að jafna vægi atkvæða. Það gerist auðvitað sjálfkrafa ef landið er sameinað í eitt kjördæmi, en eins mætti einfaldlega fækka þingmönnum í fámennari kjördæmum og í raun er hægt að reikna fulltrúafjölda hvers kjördæmis út frá mannfjölda fyrir hverjar kosningar.
Það er nauðsynlegt að fólk úr öllum landshlutum eigi sér rödd meðal þingmanna. Meiri hluti þjóðarinnar býr á höfuðborgarsvæðinu og því gæti það gerst ef landið væri eitt kjördæmi, að fólk á landsbyggðinni ætti sér fáa eða enga málsvara á þingi.
Mín hugmynd að lausn væri að fara blandaða leið, hluti þingmanna yrði kosinn sameiginlega af öllum landsmönnum en aðrir yrðu kjörnir sem fulltrúar kjördæma. Ég hef séð svipaða hugmynd þar sem gert er ráð fyrir tveimur deildum. Ég sé hins vegar enga ástæðu til annars en að allir þingmenn starfi saman í einni deild eins og verið hefur.
Ég veit að það eru fleiri fletir á þessu máli en þetta þykja mér vera aðalatriðin.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:21 | Facebook
Athugasemdir
Þetta er mikilvæg umræða og mín skoðun er að í stjórnarskrá sé öllum tryggð mannsæmandi þjónustui óháð búsetu. Landið væri svo eitt kjördæmi þannig að frambjóðendur þurfi að höfða til allra því þeir geta ekki vitað hvar hjósendur þeirra búa.
Elín Erna Steinarsdóttir, 14.11.2010 kl. 13:16
Við skulum ekki hafa landið eitt kjördæmi það sjáum við núna í niðurskurðinum ef ekki væru þingmenn merktir kjördæmum þá veit ég ekki hvernig færi.
Því sá niðurskurður í heilbrigðisþjónustunni er ekki niðurskurður heldur tilfærsla á fjármunum til að gera Háskólasjúkrahúsið mögulegt, það er réttlætanlegt vegna hagræðingar.
Ég hef haft skoðun á að hafa þingið í tveim deildum önnur er skipuð fulltrúum sveitarfélaganna í landinu ,en þau eru að fá stærra og stærra hlutverk og öll lög sem koma frá EES hafa mikil áhrif á kostnað sem leggst á sveitarfélögin.
Því er nauðsynlegt að þau hafi fulltrúa á löggafarsamkuntunni til að stíra því að fjármunir fylgi lagasetningu til sveitarstjórnar stigsins.
Hin deildin væri kosin eftir kjördæmum og þannig væri fækkun á þingmönnum kosnum í kjördæmum.
Ég styð þig til heils hugar stjórnlagaþings.
Jón Ólafur Vilhjálmsson, 14.11.2010 kl. 14:02
Það hlýtur að vera aðalatriðið að allir hafi rödd og málsvara á þingi þjóðarinnar. Ein þjóð í landinu, án tillits til búsetu.
Dagný (IP-tala skráð) 14.11.2010 kl. 14:22
Sæl Inga og takk fyrir síðast.
Svona einhvernvegin hef ég séð þetta fyrir mér.
Axel Þór Kolbeinsson, 14.11.2010 kl. 16:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.