Lýðræðisleg umræða

Það er iðulega talað um lýðræðislega umræðu – alltaf á jákvæðum nótum, að hennar sé þörf og þvíumlíkt. En ég hef voða lítið heyrt um hvað þetta fyrirbæri sé. Hvenær er umræða lýðræðisleg og hvenær ekki? Hvers vegna skortir á lýðræðislega umræðu á tímum upplýsinga og tjáningafrelsis?

Líklega er umræða ekki mjög lýðræðisleg ef hún einkennist af yfirgangi, skoðanakúgun eða þöggun. Kannski er ekki nóg að allir tjái sig. Sennilega hefur umræða ekki mikið lýðræðislegt yfirbragð nema hún sé einhvers konar samtal.

Ætli svarið sé ekki að það vanti lýðræðislega hlustun ...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband