Er lýðræði hnefaréttur?
29.10.2010 | 21:38
Kofi Annan hálf sjokkeraði vesturlandabúa þegar hann sagði að í Afríku væri rík lýðræðishefð og Afríkubúar hefðu margt fram að færa sem snerti sanna merkingu og anda lýðræðis. Það felst nefnilega fleira í lýðræði en að meiri hluti ráði.
Því er ekki að neita að stundum líður manni eins og lýðræði sé fínna orð yfir hnefarétt sá sterkari ræður. Vinnulag og orðfæri miðast við keppni og baráttu (sigur og tap, standa vel að vígi, standa höllum fæti o.s.frv.). Frambjóðendur eru gerendur sem eiga að manipulera almenning til að kjósa sig. Almenningur á takmarkað val sjaldnast er hægt að velja fólk, aðeins hópa atvinnupólitíkusa.
Þarna finnst mér fjórða valdið fjölmiðlarnir bera gríðarlega ábyrgð. Þeir njóta þess að gera kappleiki úr öllu. Óbeinu skilaboðin eru þau að venjulegu fólki henti afþreying, vitræn umræða sé þung og aðeins fyrir fagfólk og sérvitringa. Þetta gerist þrátt fyrir að formleg menntun sé meiri en nokkru sinni og möguleikar í miðlun sömuleiðis. Þrátt fyrir tal um upplýsingu og víðsýni er lítið gert til að glugga út fyrir pólitískan rétttrúnað augnabliksins.
Hvað með samstarf og samráð? Hvar er auðmýktin gagnvart framtíðinni og örlögum þjóðarinnar? Því þar liggur ábyrgðin.
Þið sem lesið ensku, kíkið endilega á þessa fallegu grein eftir Kofi Annan.
http://www.un.org/News/ossg/sg/stories/articleFull.asp?TID=28&Type=Article
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 30.10.2010 kl. 11:00 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.