Á landsbyggðinni eins og í öðrum landshlutum :)
28.10.2010 | 10:14
Auðvitað verður að skera niður, líka á landsbyggðinni eins og í öðrum landshlutum. Þetta gullkorn hraut af vörum ráðherra á fundi sem ég sótti í gærkvöldi.
Hverjir ætli séu helstu landshlutar á Íslandi? Jú auðvitað var þetta mismæli en stundum eru mismæli leið óritskoðaðra viðhorfa upp á yfirborðið. Nú bíð ég eftir að hann láti verkin tala og vona að verkin mismæli sig ekki.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 30.10.2010 kl. 11:00 | Facebook
Athugasemdir
Þetta tónar við skiptinguna sem notuð er á dv.is fyrir aðra fréttamiðla.
Aðrir fréttamiðlar skiptast svona: Ísland - landsbyggðin - útlönd
Dagný (IP-tala skráð) 28.10.2010 kl. 14:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.