Jöfnuður - eining - og þó fjölbreytileiki

Maðurinn minn á sér uppáhaldsklausu sem hann hefur gert að sinni heimspeki. Hann segist hafa þetta eftir Einstein:

Því eldri sem ég verð, þeim mun meira aðhyllist ég jöfnuð, því munurinn á þeim sem minnst veit og þess sem mest veit er svo óendanlega lítill miðað við það sem við vitum ekki.

 Helgirit bahá’í trúarinnar gefa þetta sjónarhorn:

Ó mannanna börn! Vitið þér eigi hvers vegna vér sköpuðum yður öll af sama dufti? Til þess að enginn skyldi upphefja sig yfir annan ...

Í menningu okkar höfum við gert of mikið af því að hugsa lóðrétt í einhvers konar goggunarröð eða virðingarstiga. Ef við sem manneskjur náum ekki að virða fólk sem jafningja þrátt fyrir að það sé ólíkt og búi við ólíkar aðstæður, hvernig getum við þá reiknað með að kerfi sem er búið til og starfrækt af fólki, geri ekki líka mannamun?

Raunar eru áhrifin í lífinu einhvers konar hringferli, við verðum fyrir áhrifum og höfum svo aftur áhrif. Ef okkur tekst að  búa til traustan lagaramma sem endurspeglar göfug lífsviðhorf, getur það haft áhrif á hvaða viðhorf og gerðir verði viðurkennd í framtíðinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband