Umræða um trúboð í skólum

Enn eina ferðina er komin upp býsna snörp umræða um að útrýma þurfi trúboði í skólum. Umræðan er mér nokkuð framandi þar sem ég minnist þess ekki að prestar eða aðrir fulltrúar trúfélaga væru gráir kettir inni í skólum, hvorki þegar ég var í skóla né börnin mín. Ég get ekki fullyrt hvort umræða um mikla aðkomu presta skólum eigi rétt á sér, ég þekki bara ekki nógu vel til skólastarfs til að meta það.

Það sem mér þætti eðlilegt er að skólar bjóði trú- og lífskoðunarfélögum að kynna trú sína og skoðanir á forsendum skólans t.d. undir umsjá kennara. Þekking á þeim flokkast ekki aðeins undir almenna grunnþekkingu á menningarsögu heimsins heldur ætti hún að vinna gegn fordómum og stuðla að skilningi á ólíkum leiðum til að vinna með lífssýn og þroska. Börn og unglingar ættu að fá að kynnast sem flestum hliðum en skólinn verður sjálfur að setja rammann utan um þá kynningu.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús V. Skúlason

Amen!

Þetta eru skynsemisorð hjá þér :)

Magnús V. Skúlason, 20.10.2010 kl. 12:26

2 Smámynd: Styrmir Reynisson

Trúarbragðafræðsla væri enn í skólum. Það er aðeins verið að ræða um að banna trúboð. Semsagt að börnum sé kennt að ein trú sér rétt trú. 

Það er líka kjánalegt að segja að allir söfnuðir eigi að hafa jafnan aðgang í skólana. Krakkarnir gerðu þá ekkert annað en hlusta á presta hampa sínum söfnuði.

Sleppa þessu bara og láta kennarann sjá um að segja börnum frá staðreyndum um trúarbrögð. 

Styrmir Reynisson, 20.10.2010 kl. 13:13

3 identicon

Ástralir fara þessa leið. Skólinn markar rammann, trúfélögin sjá um kennsluna og foreldrarnir hafa endanlegt val um hvort börnin þeirra taka þátt og hjá hverjum.

Dagný (IP-tala skráð) 20.10.2010 kl. 13:17

4 identicon

Ekki set ég mig á móti trúarbragðafræðslu, það er mjög gott mál að kynna uppruna hinna ýmsu trúarbragða og annað í kringum þau.

En að prestar komi í skóla og boði trú, það er fáránlegt.
Prestar geta ekki gert neitt nema boða trú, það er þeirra ær og kýr, það er það sem allt gengur út á hjá þeim; Ná fleiri sauðum; Trúarbrögðin vita öll að gamla máltækið: Hvað ungur nemur, gamall temur..
Þess vegna er mjög mikilvægt að börn séu ekki forrituð í svona á unga aldri... faktískt ætti að vera 18ára aldurstakmark til að ganga í trú X

Ég á 2 stráka, báðir voru brottnumdir úr skóla, farið með þá í kirkju, messað yfir þeim hversu Jesú væri góður, gefnar biblíur.
Ég var búinn að tilkynna að þetta vildi ég ekki, ekki hlustað á það.

doctore (IP-tala skráð) 20.10.2010 kl. 14:01

5 identicon

Doktor,

  Þessi umræða trúlausra er svo hræsnisfull, þetta snýst ekkert um mannréttindi, heldur einfaldlega vilja þeirra til að kristinn trú, verði, ja helst, útrýmt.

   Aftur á móti er svo hjákátlegt að sjá þetta að helgislepjan hjá hinum trúlausu er orðin meiri heldur en hjá, jafnvel prestum. Þetta er eiginilega orðið vandræðalegt

Heimir (IP-tala skráð) 20.10.2010 kl. 17:03

6 identicon

"skólar bjóði trú- og lífskoðunarfélögum að kynna trú sína og skoðanir á forsendum skólans t.d. undir umsjá kennara"

Ég er sammála. Aðallega held ég að það væri mun athyglisverðara fyrir börnin heldur en að kennarar þylji upp einhverjar staðreyndir. Og hvers konar staðreyndir eru það? Í trúarbragðasögu í menntaskóla fékk ég ýmsar staðreyndir um klæðaburð presta og hvað hverjir borðuðu og borðuðu ekki.

Kjarni trúarbragða er nú almennt ekki efnislegs eðlis og mér fyndist áhugaverðast að þeir sem viti best útskýri: Það er miklu áhugaverðara að heyra slökkviliðsmann greina frá starfi sínu en að kennarinn útskýri starfið. Það er miklu áhugaverðara að fá Malavíbúa til að segja frá Malaví heldur en Íslenskan kennara.

Íslendingar eru svo logandi hræddir við trúarbrögð, af hverju? Þarf ekki bara að vanda til verks og passa undirbúning. Kennari útskýri vel áður en hópar koma í heimsókn að ekki allir hafi sömu lífssýn. Þarf ekki frekar að kenna börnum að vera gagnrýnin heldur en að passa að það komi enginn til að "heilaþvo þau"?

Olga (IP-tala skráð) 25.10.2010 kl. 12:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband