Nú verður ekki aftur snúið
15.10.2010 | 10:28
Þannig hefur mér alltaf liðið þegar ég hef verið ófrísk - engin leið að sleppa við þessa fæðingu
Nú er mér líkt farið, ég dróst á að gefa kost á mér til stjórnlagaþingsins. Skelegg kona tók að sér að safna meðmælendum og er búin að skila mér pakkanum. Ég verð hálf feimin að sjá nöfn þess góða fólks sem hefur ákveðið að mæla með mér en nú verður sem sagt ekki aftur snúið. Ég er búin að skila inn öllum gögnum og ekkert í stöðunni annað en að undirbúa sig og standa sína pligt ef til kemur.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 20.10.2010 kl. 12:22 | Facebook
Athugasemdir
Þú hefðir ekki viljað missa af neinu barnann hvort sem er Inga mín, ágætisfólk öll sem eitt.
Þú stendur þig ekki verr á stjórnlagaþingi en öðrum störfum sem þú hefur skilað frá þér með heiðri og sóma.
Dagný (IP-tala skráð) 15.10.2010 kl. 11:06
Þú færð mitt atkvæði, greinilega skynsemiskona hér á ferð!
Magnús V. Skúlason, 20.10.2010 kl. 12:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.