Vinna
10.10.2010 | 16:34
Sem sveitakrakki man ég ekki svo langt að hafa ekki unnið. Ég man hins vegar eftir því þegar mamma þurfti að fara á sjúkrahús þegar ég var 11 ára að yngsta bróður mínum var komið fyrir hjá greiðviknum nágrönnum meðan hún yrði í burtu. Það þótti nóg fyrir mig að sjá um heimilið þótt ég bæri ekki ábyrgð á árs gömlu bleijubarni líka. Þetta var yndislegur tími. Þegar ég var búin að ganga frá eftir hádegismatinn gat ég átt frí alveg þangað til ég þyrfti að hafa til miðdagskaffið.
Nonni bróðir hefur raunar sagt ýmsar skemmtilegar sögur af þeirri vinnusemi sem tíðkaðist þegar við vorum að alast upp. Hér er ein þeirra: http://www.jondan.is/jondan/?D10cID=page&id=21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.