Brennuvargar hóta hefndaraðgerðum

Nýleg hrina íkveikjuárása á fyrirtæki í eigu bahá'ía í borginni Rafsanjan í Íran, virðist vera þáttur í aðgerðum til þess að spilla fyrir samskiptum bahá‘ía og Múslima í borginni.

Gerðar hafa verið yfir tíu árásir á verslanir frá 25. október 2010, og sendar hafa verið bréflegar hótanir til um tuttugu heimila og fyrirtækja í eigu bahá'ía til „meðlima hins afvegaleidda bahá‘í sértrúarsafnaðar“. Í bréfunum sem eru nafnlaus, er þess krafist að bahá'íar undirriti skuldbindingu um að þeir „láti vera að stofna til samskipta eða vináttu við Múslima“ og að „nýta sér eða ráða lærlinga sem eru Múslimar“. Bahá'íunum er einnig sagt að kenna ekki trúna, meðal annars á netinu. Ef bahá'íarnir verði við þessu megi þeir treysta því að ekki verði ráðist á þá eða eigur þeirra.

Diane Ala'i fulltrúi bahá'í alþjóðasamfélagins, segir að bahá'iarnir hafi haft samband við borgaryfirvöld og óskað eftir rannsókn á árásunum, en að ekkert hafi verið gert enn sem komið er.

Fréttina í fullri lengd (á ensku) má nálgast á vefslóð alþjóðlegu bahá'í fréttaþjónustunnar: Bahá'í World News Service:

http://news.bahai.org/story/805

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband